Körfubolti

Bestu mennirnir í einvígum 8 liða úrslitanna - Hlynur skilaði mestu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson var frábær í einvíginu á móti Grindavík.
Hlynur Bæringsson var frábær í einvíginu á móti Grindavík. Mynd/Daníel
Bæði undanúrslitaeinvígin í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta hefjast í kvöld og það er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn stóðu sig best í átta liða úrslitunum.

Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson var með hæsta framlag allra leikmanna, ÍR-ingurinn Robert Jarvis skoraði langmest og KR-ingurinn

Pavel Ermolinskij var bæði með flest fráköst og flestar stoðsendingar.

Hlynur Bæringsson átti tvo flotta leiki þegar Snæfell sópaði Grindavík út úr átta liða úrslitunum. Hlynur var með 24 stig og 15 fráköst í fyrri leiknum sem Snæfell vann 95-94 í Grindavík og fylgdi því síðan eftir með því að vera með 23 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar þegar Snæfell vann 110-93 sigur í seinni leiknum í Hólminum.

Hlynur skilaði 36,5 framlagsstigum að meðaltali í leik en annar var KR-ingurinn Pavel Ermolinskij sem var með þrefalda tvennu að meðaltali í einvíginu á móti ÍR. Pavel skoraði 15,0 stig, tók 15,5 fráköst og gaf 11,0 stoðsendingar að meðaltali í tveimur öruggum sigurleikjum KR á ÍR

Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson var bestur í einvígi Njarðvíkur og Stjörnunnar en í einvígi Keflavíkur og Tindastóls þá skilaði Cedric Isom hjá Tindastól mestu til síns liðs.

Hér fyrir neðan má sjá topplistana í helstu tölfræðiþáttum í átta liða úrslitunum auk lista yfir hvaða leikmenn skiluðu hæsta framlagi í hverju einvígi fyrir sig.

Topplistarnir í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla:

Hæsta framlag í leik

1. Hlynur Bæringsson, Snæfell 36,5

2. Pavel Ermolinskij, KR 31,5

3. Morgan Lewis, KR 27,5

4. Friðrik Stefánsson, Njarðvík 25,7

5. Robert Jarvis, ÍR 24,5

6. Cedric Isom, Tindastóll 23,7

7. Sean Burton, Snæfell 23,5

8. Draelon Burns, Keflavík 22,7

9. Justin Shouse, Stjarnan 21,0

9. Darrell Flake, Grindavík 21,0

Flest stig í leik

1. Robert Jarvis, ÍR 32,5

2. Morgan Lewis, KR 24,0

3. Hlynur Bæringsson, Snæfell 23,5

4. Justin Shouse, Stjarnan 21,0

4. Sean Burton, Snæfell 21,0

6. Cedric Isom, Tindastóll 20,3



Flest fráköst í leik


1. Pavel Ermolinskij, KR 15,5

2. Hlynur Bæringsson, Snæfell 14,5

3. Djorde Pantelic, Stjarnan 11,7

4. Donatas Visockis, Tindastóll 10,7

5. Friðrik E. Stefánsson, Njarðvík 10,0

6. Ómar Örn Sævarsson, Grindavík 8,5



Flestar stoðsendingar í leik


1. Pavel Ermolinskij, KR 11,0

2. Sean Burton, Snæfell 10,0

3. Arnar Freyr Jónsson, Grindavík 9,0

4. Justin Shouse, Stjarnan 8,3

5. Cedric Isom, Tindastóll 7,3

5. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 7,3

Flestar þriggja stiga körfur í leik

1. Robert Jarvis, ÍR 6,5

2. Sean Burton, Snæfell 5,0

3. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 4,0

4. Jovan Zdravevski, Stjarnan 3,33

5. Magnús Þór Gunnarsson, Njarðvík 3,33

6. Jón Ólafur Jónsson, Snæfell 3,0



Bestu menn hvers einvígis: (Hæsta framlag í leik)

KR-ÍR 2-0

1. Pavel Ermolinskij, KR 31,5

2. Morgan Lewis, KR 27,5

3. Robert Jarvis, ÍR 24,5

4. Nemanja Sovic, ÍR 19,5

5. Darri Hilmarsson, KR 16,0

Keflavík-Tindastóll 2-1

1. Cedric Isom, Tindastóll 23,7

2. Draelon Burns, Keflavík 22,7

3. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 19,7

4. Donatas Visockis, Tindastóll 19,0

5. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík 16,7



Grindavík-Snæfell 0-2


1. Hlynur Bæringsson, Snæfell 36,5

2. Sean Burton, Snæfell 23,5

3. Darrell Flake, Grindavík 21,0

4. Ómar Örn Sævarsson. Grindavík 18,5

5. Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 18,0



Stjarnan-Njarðvík 1-2


1. Friðrik Stefánsson, Njarðvík 25,7

2. Justin Shouse, Stjarnan 21,0

3. Djorde Pantelic, Stjarnan 19,3

4. Nick Bradford, Njarðvík 17,3

5. Jovan Zdravevski, Stjarnan 16,3






Fleiri fréttir

Sjá meira


×