Íslenski boltinn

Eiður Smári gefur kost á sér á móti Portúgal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.

Eiður Smári Guðjohnsen verður í íslenska landsliðinu í knattspyrnu sem mætir Portúgölum í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli 12. október næstkomandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Eiður Smári, sem er nú á mála Stoke, mun gefa kost á sér í leikinn samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 en hann var ekki valinn í landsliðið þegar Ísland mættir Norðmönnum og Dönum í fyrstu leikjum sínum í undankeppninni þar sem að hann skorti leikæfingu að mati Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara.

Innkoma Eiðs Smára mun koma sér vel fyrir Ólaf Jóhannessonar þar sem sjö af þeim leikmönnum sem voru í liðinu á móti Noregi og Danmörku verða uppteknir með 21 árs landsliðinu á móti Skotum í umspili um sæti í úrslitakeppninni í Danmörku á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×