Körfubolti

Pavel kominn í KR - meistararnir fá hann á láni frá Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinski.
Pavel Ermolinski.

Íslandsmeistarar KR hafa fengið landsliðsbakvörðinn Pavel Ermolinski lánaðan út keppnistímabilið frá spænska liðinu Caceres. Pavel verður klár í næsta leik sem er gegn Grindavík 4 febrúar. Þetta kemur fram á heimasíðu þeirra KR-inga.

Pavel hefur verið á Spáni síðan haustið 2003 en hann hefur leikið þar með Unicaja, CB Axarquia, CB Huelva, La Palma og nú síðast með Caceres í spænsku gulldeildinni.

Pavel var með 2,1 stig, 2,7 fráköst og 1,3 stoðsendingu að meðaltali á 13,3 mínútum í leik með Caceres á þessu tímabili.

Pacel lék með ÍR-ingum þegar hann var síðasta á Íslandi tímabilið 2002-03 en þá var hann aðeins 16 ára gamall.

Pavel stóð sig vel með landsliðinu í haust en hann var þá með 5,8 stig, 6,0 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali á 31,0 mínútu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×