Körfubolti

Ungu pungarnir verða að átta sig á það þarf að klára leikina

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

„Fjölnir mætti hingað í kvöld fullir af krafti, ungir og sprækir en þeir byrjuðu kannski að fagna aðeins of snemma. Ungu pungarnir verða átta sig á því að það verður að klára leikina en ekki byrja rífa kjaft áður en þetta er búið," sagði Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, eftir baráttusigur, 80-75, gegn Fjölni í kvöld.

„Við vorum lélegir í kvöld en Bárður, þjálfari Fjölnis má eiga það að hann er góður þjálfari og kom með einhverja útgáfu af svæðisvörn sem við áttum í smá erfiðleikum með. En við vorum líka að hitta alveg skelflega í kvöld," sagði Fannar.

Fannar lét mikið í sér heyra allan leikinn og beindi orðum sínum að dómurum leiksins oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

„Mér fannst samræmið í dómgæslunni ekki vera alveg í lagi. Þetta var stóra KR á móti litla Fjölni. En kannski er það bara væl og maður á að halda kjafti. En ég bara spila svona, annars get ég ekki neitt og maður verður að klára þetta þannig," sagði Fannar.

„Þeir voru ekki lélegir en ég hefði viljað sjá dæmt á sömu hluti báðum megin. Mér fannst ákveðið reynsluleysi í öðrum dómaranum en eina það sem ég er að biðja um er að það sé dæmt á sömu hluti báðu megin, svo einfalt er það," sagði Fannar Ólafsson sáttur eftir sigurinn í kvöld".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×