Íslenski boltinn

Ólafur íhugaði að hætta með A-landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson. Mynd/Stefán
Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir landsliðshóp sinn fyrir Portúgalsleikinn á næsta klukkatímanum en samkvæmt hádegisfréttum Bylgjunnar þá íhugaði Ólafur að hætta með landsliðið eftir að ljóst var að hann fengi ekki að velja sitt besta lið í leikinn.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Bylgjunnar og Stöðvar 2 var Ólafur svo ósáttur með ákvörðun stjórnar KSÍ að 21 árs landsliðið hefði forgang á leikmönnum að það kom til greina hjá honum að ganga út og segja skilið við A-landsliðið sem hann hefur þjálfað frá því í lok árs 2007.

Sjö leikmenn A-landsliðsins í síðustu verkefnum verða uppteknir með 21 árs landsliðinu sem spilar tvo umspilsleiki við Skota um sæti í úrslitakeppni EM. Fimm af þessum leikmönnum voru í byrjunarliðinu í síðasta leik á móti Dönum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×