Körfubolti

Fannar: Það fer mikil orka í að elta allan leikinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Við mættum bara ekki alveg tilbúnir og spiluðum bara mjög illa nánast allan leikinn," sagði Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar, eftir að lið hans hafði tapað fyrir KR í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla.

„Það var samt mjög gott hjá okkur að koma til baka og jafna leikinn. Það er bara svo erfitt að elta KR-ingana allan tíman og við höfðum bara ekki orku í að klára leikinn," sagði Fannar.

„Við spiluðum bara langt undir getu í kvöld nema á stuttum köflum þá sýndum við okkar rétta andlit. Þetta var alls ekki fallegur körfubolti og mikill haustbragur á liðunum".

„Undir lok venjulegs leiktíma þá hélt ég reyndar að við myndum sigra. Ég hefði svo sem vilja sjá sóknarvillu dæmda á Brynjar í lokin en í staðinn fá þeir tvö víti. Ef dómarinn hefði dæmt ruðning þá hefðum við klárað leikinn," sagði Fannar mjög svo súr að leikslokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×