Körfubolti

Magnús: Elska að fá Keflavík núna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Njarðvíkingurinn Magnús Gunnarsson var að vonum brosmildur eftir sigur Njarðvíkur á Stjörnunni í oddaleik í kvöld. Magnús átti flottan leik í kvöld eins og svo margir félagar hans.

„Við spiluðum hörkuvörn og vorum frábærir. Við sýndum það í fyrsta leik að þegar við spilum svona vörn þá er erfitt að ráða við okkur," sagði Magnús ákveðinn.

„Skotin gengu vel í síðari hálfleik og gamli maðurinn [Friðrik Stefánsson., innsk. blm] sýndi að hann getur þetta líka. Hann tekur reyndar fá skot því við leyfum honum ekkert að skjóta. Það voru allir að leggja sín lóð á vogarskálarnar og þannig erum við frábærir," sagði Magnús en framundan er rimma gegn hans gamla félagi, Keflavík.

„Ég elska að fá Keflavík núna. Þeir unnu okkur í fyrra þannig að við eigum harma að hefna. Við komum mjög tilbúnir í þá rimmu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×