Massa ósáttur við eigin árangur 22. júlí 2010 11:42 Felipe Massa er ekki ánægður með gengi sitt í síðustu mótum. Mynd: Getty Images Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti. Massa komst á verðlaunapall í fyrstu tveimur mótum ársins og var efstur í stigmótinu um tíma. "Auðvitað er ég ekki glaður. Upphaf tímabilsins var ekki eins og ég átti von á. Fyrstu tvö mótin voru í lagi. en síðan hefur ekki gengið vel, sérstaklega ekki í síðustu þremur", sagði Massa í frétt um gang mála á autosport.com í dag. "Þegar maður upplifir það að ekkert gangi í þremur mótum í röð án stiga, vegna þess að eitthvað kemur upp, þá er það ekki skemmtilegt." Massa lenti óhappi í fyrstu beygjunni í Kanada, í mótinu í Valencia á Spáni féll hann úr fjórða sæti og niður listann þegar öryggisbíllinn kom út á óheppilegum tíma fyrir hann og Alonso og á Silverstone var hann í vandræðum í dekkjamálum. Þá féll hann úr fimmta sæti í það síðasta. Á jákvæðu nótunum segir hann þó að bíllinn sé betri en áður, vegna nýrra hluta í honum. "Við höfum tekið framfaraskref hvað útbúnað bílsins varðar og við verðum að vera áræðnir áfram í ljósi þess. Vonandi verður bíll okkar enn betri um helgina", sagði Massa. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Endmarkið er sýnt strax að lokinni keppni, þar sem allt það besta er sýnt úr mótinu, en sá þáttur er í læstri dagskrá. Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti. Massa komst á verðlaunapall í fyrstu tveimur mótum ársins og var efstur í stigmótinu um tíma. "Auðvitað er ég ekki glaður. Upphaf tímabilsins var ekki eins og ég átti von á. Fyrstu tvö mótin voru í lagi. en síðan hefur ekki gengið vel, sérstaklega ekki í síðustu þremur", sagði Massa í frétt um gang mála á autosport.com í dag. "Þegar maður upplifir það að ekkert gangi í þremur mótum í röð án stiga, vegna þess að eitthvað kemur upp, þá er það ekki skemmtilegt." Massa lenti óhappi í fyrstu beygjunni í Kanada, í mótinu í Valencia á Spáni féll hann úr fjórða sæti og niður listann þegar öryggisbíllinn kom út á óheppilegum tíma fyrir hann og Alonso og á Silverstone var hann í vandræðum í dekkjamálum. Þá féll hann úr fimmta sæti í það síðasta. Á jákvæðu nótunum segir hann þó að bíllinn sé betri en áður, vegna nýrra hluta í honum. "Við höfum tekið framfaraskref hvað útbúnað bílsins varðar og við verðum að vera áræðnir áfram í ljósi þess. Vonandi verður bíll okkar enn betri um helgina", sagði Massa. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Endmarkið er sýnt strax að lokinni keppni, þar sem allt það besta er sýnt úr mótinu, en sá þáttur er í læstri dagskrá.
Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti