Tímatakan hefst klukkan hálf ellefu, kappaksturinn sjálfur hefst svo klukkan hálf fjögur. Allt saman verður þetta að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Mikil rigning í gærkvöldi varð til þess að fresta þurfti tímatökunni. Reiknað er með sams konar úrhelli aftur í kvöld og því var ákveðið að flýta keppninni. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort hún klárist áður en úrhellið hefst aftur.
Not the Saturday our fans had planned...
— Formula 1 (@F1) November 2, 2024
But the rain delays didn't diminish the vibes! 🙌#F1 #BrazilGP pic.twitter.com/mraCB9WMB9