Körfubolti

Ingi Þór: Góður varnarleikur skilaði okkur sigrinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Mynd/Anton
„Ég er bara mjög stoltur af strákunum að hafa náð að vinna hérna í kvöld," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í kvöld.

Snæfellingar unnu Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld 102-97.

„Við sýndum þvílíkt góðan sóknarleik hérna í fyrsta leikhluta en síðan kemur bara ákveðið hikst í okkar leik og Fjölnismenn ríða á vaðið,"sagði Ingi.

„Við vorum að spila á móti alveg gríðarlega góðu liði sem á eftir að gera flotta hluti í vetur. Það er alveg á hreinu að liðin í deildinni verða í vandræðum með Fjölni hérna í Grafarvoginum."

Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Fjölnis, reyndist erfiður fyrir Snæfellinga í kvöld og þeir áttu í miklum erfileikum með hann.

„Þessi gæi er bara snillingur, það er aðeins til eitt svona eintak á Íslandi í dag," sagði Ingi.

„Það var ekki fyrir en í lokin þegar við förum að spila okkar varnarleik sem við náum að slíta okkur aðeins frá þeim og klára leikinn. Þeir skoruðu 5 stig á sex mínútum í restina og það skóp sigurinn hjá okkur," sagði Ingi Þór Steinþórsson virkilega ánægðir eftir leikinn í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×