Íslenski boltinn

Strákarnir töpuðu fyrir Tyrkjum og sátu eftir í riðlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Gauti Emilsson
Kristján Gauti Emilsson Mynd/Vilhelm
Íslenska 19 ára landsliðið í fótbolta tapaði 1-2 á móti Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EM í dag en riðill íslenska liðsins fór fram í Wales.

Íslensku strákarnir unnu fyrsta leikinn sinn í riðlinum á móti Kasakstan en töpuðu síðan fyrir bæði Wales og Tyrklandi. Wales og Tyrkland tryggðu sér bæði sæti í milliriðli með því að vera í tveimur efstu sætunum í riðlinum.

Líkt og á móti Wales þá komst íslenska liðið yfir í leiknum í kvöld en tapaði síðan 1-2 annan leikinn í röð.

Kristján Gauti Emilsson skoraði mark íslenska liðsins á 48. mínútu efrir undirbúning Andra Rafns Yeoman en Tyrkir jöfnuðu á 57. mínútu. Tómas Gudmundsson fékk að líta rauða spjaldið á 58. mínútu og spilaði íslenska liðið því manni færri síðustu 32 mínútur leiksins.

Tyrkir skoruðu sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma en Tyrkjum nægði jafntefli í leiknum til að komast áfram en tryggðu sér sigur í riðlinum með því að vinna leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×