Íslenski boltinn

Íslenska 17 ára landsliðið vann riðilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Guðmundson er þjálfari íslensku strákanna.
Gunnar Guðmundson er þjálfari íslensku strákanna.
Strákarnir í 17 ára landsliðinu tryggðu sér sigur í sínum riðli í undankeppni EM með því að vinna 2-1 sigur á Armeníu í lokaleiknum í Keflavík í dag. Íslenska liðið fékk hjálp frá Tyrkjum sem unnu 6-1 sigur á Tékkum og tryggðu sér þar með annað sætið.

Ísland tapaði fyrsta leiknum á móti Tékkum, 2-4, en vann síðan 2-0 sigur á Tyrkjum í öðrum leiknum en að er einmitt sá sigur sem tryggði liðinu sigurinn í riðlinum því Íslands og Tyrkland fengu bæði sex stig.

Blikinn Oliver Sigurjónsson skoraði sigurmark íslenska liðsins í dag með marki úr vítaspyrnu en hann skoraði í öllum þremur leikjum íslenska liðsins. Það var Blikinn Árni Vilhjálmsson sem fiskaði vítið.

Fylkismaðurinn Ragnar Bragi Sveinsson kom íslenska liðinu í 1-0 strax á 2. mínútu en Nairi Minasyan jafnaði metin fyrir Tyrki aðeins tíu mínútum síðar.

Það verður spennandi að fylgjast með liðinu í milliriðlunum sem fer fram í mars á næsta ári en dregið verður í riðla 30. nóvember næstkomandi. Sigurvegarar riðlanna tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Serbíu í maí 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×