Íslenski boltinn

Öll félögin í Pepsi-deild karla komin með keppnisleyfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjölnir og Þróttur verða sektuð.
Fjölnir og Þróttur verða sektuð. Mynd/Stefán
Leyfisráð Knattspyrnusamband Íslands samþykkti í dag allar leyfisumsóknir félaganna átta sem var gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum á fyrri fundi ráðsins fyrir viku síðan.

Sextán félögum veitt þáttökuleyfi fyrir viku síðan en í dag bættust hin átta félögin í hópinn, þrjú félög úr 1. deild karla og fimm félög úr Pepsi-deild karla.

Þremur félögum, Keflavík, Selfoss og Fjarðabyggð, er þó veitt þátttökuleyfi með ákveðnum fyrirvörum um mannvirkjamál, tvö félög, Fjölnir og Þróttur verða sektuð vegna dráttar á skilum á fjárhagslegum gögnum og eitt félag, Haukar, fær áminningu þar sem krafa um aðstoðarþjálfara meistaraflokks og menntun hans er ekki uppfyllt.

Ákvarðanir leyfisráðs á fundi 23. mars 2010

Pepsi-deild

Breiðablik

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Haukar

Þátttökuleyfi veitt.

Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félagið verði beitt viðurlögum samkvæmt 8. grein leyfisreglugerðar þar sem krafa um aðstoðarþjálfara meistaraflokks og menntun hans er ekki uppfyllt.

ÍBV

Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.

Keflavík

Þátttökuleyfi veitt.

Þátttökuleyfi er veitt fyrir keppni á aðalleikvangi Keflavíkur. Vegna endurbyggingar leikvallar þar, sem áætlað er að ljúki fyrir lok júní, er þó ljóst að fyrstu heimaleikir Keflavíkur geta ekki farið fram á leikvanginum. Við úrlausn vegna þeirra heimaleikja, sem þurfa að fara fram annars staðar, skal félagið fylgja þeim ábendingum og lágmarkskröfum sem KSÍ setur um sætafjölda og aðra aðstöðu.

Selfoss

Þátttökuleyfi veitt.

Þátttökuleyfi er veitt fyrir keppni á aðalleikvangi UMF Selfoss, sbr. framlagðar áætlanir. Við úrlausn vegna þeirra heimaleikja sem þurfa að fara fram áður en leikvangurinn er tilbúinn til keppni (um miðjan júlí) skal fylgja þeim ábendingum og lágmarkskröfum sem KSÍ setur um sætafjölda og aðra aðstöðu.

1.deild

Fjarðabyggð



Þátttökuleyfi veitt.

Þátttökuleyfið er veitt gegn því að heimaleikir Fjarðabyggðar fari fram í Fjarðabyggðarhöllinni, sem er eini leikvangurinn í sveitarfélaginu sem uppfyllir kröfur um leikvang í flokki C samkvæmt Reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga, eins og krafist er í Leyfiskerfi KSÍ fyrir keppni í 1. deild karla. KSÍ getur heimilað frávik frá þessu, þannig að leikið sé á öðrum leikvangi í sveitarfélaginu, að uppfylltum almennum ákvæðum reglugerðarinnar og með mögulegri aðlögun samkvæmt grein 44.2.



Fjölnir

Þátttökuleyfi veitt.

Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félagið verði beitt viðurlögum skv. grein 8 í leyfisreglugerð vegna dráttar á skilum á fjárhagsgögnum.

Þróttur R.

Þátttökuleyfi veitt.

Leyfisráð gerir tillögu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að félagið verði beitt viðurlögum skv. grein 8 í leyfisreglugerð vegna verulegs dráttar á skilum á fjárhagsgögnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×