Körfubolti

Formaður KKÍ: Þyrla er of mikið 2007

Elvar Geir Magnússon skrifar
Páll Kolbeinsson, þjálfari KR. Vesturbæingar vinna bikarinn ef þeir leggja Snæfell.
Páll Kolbeinsson, þjálfari KR. Vesturbæingar vinna bikarinn ef þeir leggja Snæfell.

Annað kvöld er lokaumferð Iceland Express-deildar karla. KR og Grindavík eiga bæði möguleika á því að verða deildarmeistari.

KR leikur gegn Snæfelli í Stykkishólmi og Grindavík gegn ÍR í Seljaskóla.

Leikirnir verða á sama tíma og þar sem um tveggja tíma akstur er milli íþróttahúsanna er varla möguleiki að bíða með bikarinn á miðri leið.

Hannes Jónsson, formaður KKÍ, er í viðtali við vefsíðuna karfan.is vegna málsins þar sem hann segir hugmyndina að láta þyrlu fljúga með bikarinn hafi verið blásin af.

„Þessi hugmynd með þyrluna kom inn í umræðuna í dag en hún var fljótt blásin af, það væri eitthvað svo mikið 2007. Við náðum þó að leysa þetta á mjög farsælan hátt, þannig er að þegar lið verður deildarmeistari er afhentur eignabikar og farandbikar. Annar fer í Stykkishólm á fimmtudag og hinn í Seljaskóla," sagði Hannes við karfan.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×