Körfubolti

Hamar skoraði ellefu síðustu stigin og vann meistaraefnin í KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andre Dabney.
Andre Dabney. Mynd/ÓskarÓ

Hamarsliðið átti ótrúlegan endasprett í 87-82 sigri á meistaraefnunum í KR í Hveragerði í kvöld. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 76-82 fyrir KR en Hamar skoraði 11 síðustu stigin og tryggði sér sinn fyrsta sigur í Iceland Express deildinni í vetur.

Leikurinn var jafn og spennandi en Hamar var 22-21 yfir eftir fyrsta leikhluta og fimm stigum yfir í hálfleik, 46-41. KR byrjaði þriðja leikhlutann vel og virtist ætla að landa sigri en heimamenn gáfustu ekki upp og tryggðu sér sigur með frábærum endaspretti.

Andre Dabney skoraði 22 stig fyrir Hamar og Svavar Páll Pálsson var með 17 stig og 14 fráköst. Darri Hilmarsson og Ellert arnarson áttu líka báðir góðan leik á móti sínum gömlu félögum i KR, Darri var með 15 stig og Ellert skoraði 16 stig. Ellert skoraði rosalega mikilvæga þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiksins sem kom Hamar í 85-82.

Brynjar Þór Björnsson skoraði 24 stig fyrir KR og Marcus Walker var með 18 stig. Pavel Ermolinskij náði bara að skora 4 stig fyrir KR í kvöld en hann hitti aðeins úr 1 af 5 skotum og tapaði átta boltum.

Hamar-KR 87-82 (22-21, 24-20, 23-29, 18-12)



Hamar: Andre Dabney 22/7 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Svavar Páll Pálsson 17/14 fráköst, Ellert Arnarson 16/4 fráköst, Darri Hilmarsson 15/6 fráköst, Kjartan Kárason 7, Ragnar Á. Nathanaelsson 6/10 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 2, Nerijus Taraskus 2.

KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Marcus Walker 18, Hreggviður Magnússon 11/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 8, Finnur Atli Magnússon 6/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 4/8 fráköst/6 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 3.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×