Körfubolti

KR vann öruggan sigur á Njarðvík í DHL-höllinni

Pavel Ermolinskij skoraði 33 stig í kvöld.
Pavel Ermolinskij skoraði 33 stig í kvöld.

KR-ingar unnu öruggan 23 stiga sigur á Njarðvíkingum í DHL höllinni í Iceland Express deild karla í kvöld, 92-69.

Sigur KR-liðsins var afar öruggur að þótt Njarðvíkingar hefðu ekki verið langt frá fram í síðasta leikhluta. KR-ingar fóru upp í þriðja sætið í deildinni með þessum sigri en Njarðvíkingar eru hinsvegar í því tíunda.

KR var 26-22 yfir eftir fyrsta leikhlutann og var með tíu stiga forskot í hálfleik, 50-40, eftir að hafa skorað 11 stig í röð og breytt stöðunni úr 31-29 í 42-29 um miðjan leikhlutann.

Pavel Ermolinskij var atkvæðamestur hjá KR með 35 stig og Marcus Walker var með 19. Hjá Njarðvík voru Guðmundur Jónsson og Christopher Smith stigahæstir með 22 stig hvor.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.

KR-Njarðvík 92-69 (26-20, 24-18, 16-15, 26-16)



KR: Pavel Ermolinskij 35/13 fráköst, Marcus Walker 19, Brynjar Þór Björnsson 12/5 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 10/9 fráköst, Fannar Ólafsson 9/4 fráköst, Hreggviður Magnússon 5, Ólafur Már Ægisson 2.

Njarðvík: Guðmundur Jónsson 22/6 fráköst, Christopher Smith 22/8 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Friðrik E. Stefánsson 5, Egill Jónasson 4, Jóhann Árni Ólafsson 3/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Lárus Jónsson 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×