Formúla 1

Alonso vann annan sigurinn í röð

Fernando Alonso leiddi mótið í SIngapúr frá upphafi til enda.
Fernando Alonso leiddi mótið í SIngapúr frá upphafi til enda. Mynd: Getty Images
Spánverjinn Fernando Alonso á Ferrari vann flóðlýsta mótið í Singapúr í dag, eftir harðan slag við Sebastian Vettel á Red Bull. Á meðan féll Lewis Hamilton á McLaren úr leik eftir árekstur við Mark Webber á Red Bull.

Hamilton varð að hætta og var funheitur eftir atvikið, en dómarar mótsins töldu að um kappakstursatvik hefði verið að ræða, ekki brot. Webber náði að halda áfram kepppni og komst í þriðja sætið og jók forskot sitt í stigamótinu. Hamilton féll úr leik eftir árekstur í öðru mótinu í röð.

Alonso leiddi mótið í Singapúr frá upphafi til enda, en Vettel sótti að honum af kappi í lokin, en hafði ekki erindi sem erfiði á þröngri brautinni. Alonso komst með sigrinum í annað sæti stigamótsins og er 11 stigum á eftir Webber.

Lokastaðan í Singapúr

1. Alonso Ferrari 1:57:53.579

2. Vettel Red Bull-Renault + 0.293

3. Webber Red Bull-Renault + 29.141

4. Button McLaren-Mercedes + 30.384

5. Rosberg Mercedes + 49.394

6. Barrichello Williams-Cosworth + 56.101

7. Kubica Renault + 1:26.559

8. Sutil Force India-Mercedes + 1:52.416

9. Hulkenberg Williams-Cosworth + 1:52.791

10. Massa Ferrari + 1:53.297

Stigastaðan

1. Webber 202 1. Red Bull-Renault 383

2. Alonso 191 2. McLaren-Mercedes 359

3. Hamilton 182 3. Ferrari 316

4. Vettel 181 4. Mercedes 168

5. Button 177 5. Renault 133

6. Massa 125 6. Force India-Mercedes 62

7. Rosberg 122 7. Williams-Cosworth 57

8. Kubica 114 8. Sauber-Ferrari 27

9. Sutil 49 9. Toro Rosso-Ferrari 10




Fleiri fréttir

Sjá meira


×