Körfubolti

Þrír oddaleikir í 8 liða úrslitum í fyrsta sinn í sex ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik ÍR og Keflavíkur í gær.
Úr leik ÍR og Keflavíkur í gær. Mynd/Valli
Haukar og ÍR tryggðu sér oddaleiki í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í gærkvöldi og þar með er ljóst að þrjú af fjórum einvígum átta liða úrslitanna fara alla leið í leik upp á líf og dauða á morgun.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2005, eða í sex ár, sem þrjú einvígi fara í oddaleik á þessu stigi úrslitakeppninnar en alls fóru samtals þrjú einvígi í oddaleik í átta liða úrslitunum í úrslitakeppnunum 2009 og 2010.

Stjarnan er að fara í oddaleik í átta liða úrslitunum þriðja árið í röð og Keflavík er í sömu aðstöðu og liðið var í fyrra.

Oddaleikirnir fara allir fram á morgun en þar mætast Snæfell-Haukar í Fjárhúsinu í Stykkishólmi, Grindavík-Stjarnan í Röstinni í Grindavík og Keflavík-ÍR í Toyota-höllinni í Keflavík.





Oddaleikir í átta liða úrslitum úrslitakeppni úrvalsdeildar karla:4 - Aldrei

3 - 1998, 2002, 2003, 2005, 2011

2 - 1996, 2000, 2001, 2004, 2007, 2008, 2010

1 - 1995, 2006, 2009,

0 - 1997, 1999




Fleiri fréttir

Sjá meira


×