Íslenski boltinn

Helgi Valur kallaður til Kýpur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Valur Daníelsson.
Helgi Valur Daníelsson. Mynd/Anton
Helgi Valur Daníelsson er farinn til Kýpur til að taka þátt í landsleik Íslendinga og Kýpurmanna í undankeppni EM sem fer fram á laugardaginn.

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, valdi Helga Val Daníelsson inn í hópinn í stað Ragnars Sigurðssonar sem á við veikindi að stríða.

Ólafur hafði áður kallað á Arnór Svein Aðalsteinsson til að fylla í skarð Grétars Rafns Steinssonar sem á við meiðsli að stríða.

Helgi Valur Daníelsson lék tvo landsleiki á síðasta ári og hefur alls leikið 16 leiki fyrir A-landsliðið. Hann lék allan leikinn þegar Ísland tapaði 1-3 á móti Portúgal á Laugardalsvellinum. Helgi var einnig í byrjunarliðinu í markalausu jafntefli á móti Kýpur fyrir rúmu ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×