Íslenski boltinn

Selfoss sló ÍA út úr bikarnum eftir vítaspyrnukeppni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Selfoss komst í kvöld í 32-liða úrslit Valitor-bikarsins eftir dramatískan sigur á ÍA eftir vítaspyrnukeppni. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 2-2, og ekkert var skorað í framlengingunni.

Vítaspyrnukeppnin var æsispennandi og þurfti bráðabana til að skera úr um sigurvegara. Það var ekki fyrr en á sjöttu spyrnu bráðabanans sem úrslit fengust.

Jóhann Ólafur Sigurðsson, markvörður Selfyssinga, var hetja kvöldsins en hann varði fjórar

vítaspyrnur í vítakeppninni. Upplýsingar fengnar frá fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×