Íslenski boltinn

Skagamenn með fullt hús á toppi 1. deildar karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjörtur skorar hér sigurmark sitt í kvöld.
Hjörtur skorar hér sigurmark sitt í kvöld. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Skagamenn eru með sex stig af sex mögulegum eftir fyrstu tvær umferðir 1. deildar karla í fótbolta eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Þrótti á Akranesi í kvöld. Hjörtur Júlíus Hjartarson tryggði Skagamönnum þrjú stig með því að skora sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks.

Skagamenn fengu samtals aðeins eitt stig í fyrstu tveimur umferðunum í 1. deildinni 2009 og 2010 og eru því í allt annarri og betri stöðu í ár. ÍA vann 3-0 útisigur á HK í fyrstu umferðinni og er því bæði með fullt hús og hreint mark.

Selfyssingar unnu 3-0 útisigur á Gróttu í kvöld en Leiknir og HK gerðu 1-1 jafntefli í Breiðholtinu.

Úrslit og markaskorarar í kvöld. ÍA-Þróttur R. 1-0

1-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson

Leiknir- HK 1-1

0-1 Ásgeir Aron Ásgeirsson

1-1 Aron Fuego Daníelsson

Grótta-Selfoss 0-3

0-1 Viðar Kjartansson

0-2 Arelíus Marteinsson

0-3 Jón Daði Böðvarsson

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×