Fótbolti

Katrín: Við setjum markið hátt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði verður í lykilhlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í kvöld er það tekur á móti Búlgaríu í undankeppni EM.

"Það er erfitt að segja hvort þetta sé skyldusigur en við eigum að vera með betra lið en þær og taka þrjú stig. Það er samt alltaf erfitt að fara inn í þannig leiki," sagði Katrín.

"Það hefur gengið vel á heimavelli hingað til og við förum fullar sjálfstrausts í leikinn. Það yrðu klárlega vonbrigði að taka ekki þrjú stig. Við setjum markið það hátt að við verðum að vinna þennan fyrsta leik," sagði Katrín.

Hún yfirgaf Val eftir síðasta suamr og hélt í víking til Svíþjóðar fyrir núverandi tímabil.

"Ég hef nú yfirleitt verið í formi en ég er í betra standi núna. Það hjálpar að vera bara að spila fótbolta. Ég er mjög ánægð í Stokkhólmi og það hefur gengið vel fyrir utan síðasta leik."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×