Íslenski boltinn

Guðjón Þórðar samdi við bróður Shola Ameobi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tomi Ameobi, til hægri, í baráttu við Sylvain Distin í leik Leeds gegn Portsmouth í enska deildabikarnum árið 2007.
Tomi Ameobi, til hægri, í baráttu við Sylvain Distin í leik Leeds gegn Portsmouth í enska deildabikarnum árið 2007.
Sóknarmaðurinn Tomi Ameobi hefur gengið til liðs við 1. deildarlið BÍ/Bolungarvíkur en hann er bróðir Shola Ameobi, leikmanns Newcastle.

Tomi er 22 ára gamall og því yngri bróðir Shola sem á langan feril að baki með Newcastle. Samtals hefur hann skorað tæp 50 mörk í meira en 200 leikjum með liðinu. Tomi fæddist í Newcastle en þeir bræður eiga ættir að rekja til Nígeríu.

Tomi lék fyrstu árin með unglingaliðum Newcastle og Leeds en á nokkra leiki að baki með neðrideildarliðum Scunthorpe, Doncaster, Grimsby, Mansfield, Forest Green Rovers og nú síðast Whitley Bay.

Þetta kom fram á Fótbolti.net í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×