Íslenski boltinn

Boltavarpið: Selfoss - ÍA í beinni

Vísir er með beina netvarpslýsingu frá viðureign Selfoss og ÍA í 3. umferð 1. deildar karla. Skagamenn eru búnir að vinna fyrstu tvo deildarleiki sína í sumar en Selfyssingar unnu bikarleik liðanna á dögunum í vítakeppni.

Boltavarpið er nýjung hér á Vísi en reglulega í sumar verður knattspyrnuleikjum lýst í beinni útsendingu frá vellinum. Leikurinn hefst klukkan 14.00 og lýsingin hefst stuttu fyrr.

Valtýr Björn Valtýsson er mættur á Selfossvöllinn og lýsir leiknum í dag en hann mun einnig reyna að fylgjast með því sem er að gerast á öðrum völlum en fjórir aðrir leikir í 1. deildinni hefjast líka klukkan 14.00.

Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að hlusta á lýsinguna í venjulegum vefvafra.

Smelltu hér til að hlusta á lýsinguna í farsíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×