Íslenski boltinn

KR og FH mætast í 16 liða úrslitum bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Guðnason og Skúli Jón Friðgeirsson í bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Atli Guðnason og Skúli Jón Friðgeirsson í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Mynd/Daníel
Í hádeginu var dregið í sextán liða úrslitum Valitors bikars karla en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ. 32 liða úrslitum lauk í gær og voru tíu Pepsi-deildarlið, fimm 1. deildarlið og eitt 2. deildarlið í pottinum.

Stórleikur sextán liða úrslitanna verður leikur KR og FH í Vesturbænum en tveir aðrir Pepsi-deildar slagir fara einnig fram í þessari umferð. Valsmenn taka á móti Eyjamönnum og nýliðar Þórs og Víkings mætast fyrir norðan.

Guðjón Þórðarson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, fær Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn vestur og þá mætast nágrannarnir úr Laugardalnum, Fram og Þróttur.

KR og FH mættust í bikarúrslitaleiknum í fyrra. FH-ingar unnu þá 4-0 stórsigur og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í annað sinn.

Knattspyrnusambandið segir á fébókarsíðu sinni að leikdagar í 16 liða úrslitunum séu 19. og 20. júní en ef 21 árs landsliðið er þá enn að keppa á EM í Danmörku þá þarf að færa þessi leiki til.

Þessi lið mætast í 16 liða úrslitum Valitor bikar karla:Þróttur R.-Fram

KR-FH

Fjölnir-Hamar

BÍ/Bolungarvík-Breiðablik

Haukar-Keflavík

Valur-ÍBV

Þór-Víkingur R.

Grindavík-HK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×