Körfubolti

Guðmundur fer frá Njarðvík til Þorlákshafnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Jónsson.
Guðmundur Jónsson.
Guðmundur Jónsson, bakvörður Njarðvíkinga, hefur ákveðið að yfirgefa Njarðvíkurliðið og spila með nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kom fram á karfan.is.

Guðmundur er 27 ára gamall og er kominn með mikla reynslu enda búinn að spila í úrvalsdeild karla síðan tímabilið 2002 til 2003. Hann var með 12,1 stig og 3,0 fráköst að meðaltali í vetur en hafði verið með 10,6 stig og 4,2 fráköst tímabilið á undan.

Þetta er í annað skiptið sem Guðmundur yfirgefur Njarðvík og fer í Þór en sumarið 2008samdi hann við Þór á Akureyri og spilaði eitt tímabil með liðinu áður en hann snéri aftur til Njarðvíkur.

Þór vann 1. deildina með sannfærandi hætti á síðasta tímabili og er þetta fyrsti leikmaðurinn sem þjálfarinn Benedikt Guðmundsson fær til liðs við félagið fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×