Íslenski boltinn

Breyttir tímar hjá Skagamönnum í fótboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjörtur Júlíus Hjartarson.
Hjörtur Júlíus Hjartarson. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Skagamenn hafa byrjað 1. deild karla af krafti með því að vinna tvo fyrstu leiki sína. Þeir fylgdu eftir 3-0 útisigri á HK í fyrstu umferð með því að vinna 1-0 sigur á Þrótti í fyrsta heimaleiknum í fyrrakvöld.

Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði sigurmarkið á móti sínum gömlu félögum í Þrótti en hann skoraði einnig fyrsta markið í sigrinum á HK og bæði þessi mörk hafa komið með skalla.

Slæmar byrjanir hafa einkennt mikið síðustu sumur hjá Skagamönnum og því er þessi óskabyrjun mikið fagnaðarefni á Skaganum. Þeir höfðu ekki unnið tvo fyrstu leiki sína á Íslandsmóti síðan árið 2000 þegar þeir unnu 1-0 sigur í tveimur fyrstu leikjum sínum.

Tölfræðin í 1. og 2. umferð undanfarin fimm ár hafði hinsvegar verið skelfileg; 2 stig af 30 mögulegum og markatalan 11 mörk í mínus.

Skagamenn unnu ekki leik í þessum umferðum frá 2006 til 2010 en liðið er nú á sínu þriðja ári í B-deildinni sem hefur ekki gerst áður í sögu félagsins.

Stig ÍA í fyrstu tveimur leikjunum:B-deild

2011 - 6 stig (Markatala: 4-0)

2010 - 0 stig (3-5)

2009 - 1 stig (1-4)

A-deild

2008 - 1 stig (1-3)

2007 - 0 stig (2-4)

2006 - 0 stig (3-5)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×