Íslenski boltinn

Bikarmeistarar Vals fara í Mosfellsbæ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Stefán
Bikarmeistarar Vals í knattspyrnu sækja Aftureldingu heim í undanúrslitum Valitor-bikars kvenna í knattspyrnu. Í hinni viðureigninni tekur Fylkir á móti KR.

Afturelding- Valur


Fylkir- KR

Valskonur eiga titil að verja en þær sigruðu Stjörnuna 1-0 í úrslitaleik á síðasta ári. Valskonur eru taplausar það sem af er sumri og þykja líklegastar. Þær hafa unnið titilinn oftast allra liða eða ellefu sinnum. Afturelding leikur til undanúrslita í fyrsta skipti en liðið sigraði ÍBV í 8-liða úrslitum keppninnar eftir vítaspyrnukeppni.

Fylkiskonur hafa áður komist í undanúrslit og fá nú tækifæri til þess að taka næsta skref. KR hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 2008 þegar liðið lagði Val 4-0 í úrslitaleik.

Leikirnir í undanúrslitum kvenna fara fram föstudagskvöldið 22. júlí.

Bikarmeistararnir fara í Árbæinn

Valskonur eiga titil að verja en þær sigruðu Stjörnuna 1-0 í úrslitaleik á síðasta ári. Valskonur eru

taplausar það sem af er sumri og þykja líklegastar. Þær hafa unnið titilinn oftast allra liða eða

ellefu sinnum.

Fylkir - Valur

Afturelding - KR

Afturelding leikur til undanúrslita í fyrsta skipti en liðið sigraði ÍBV í 8-liða úrslitum keppninnar

eftir vítaspyrnukeppni.

Fylkiskonur hafa áður komist í undanúrslit og fá nú tækifæri til þess að taka næsta skref.

KR hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 2008 þegar liðið lagði Val 4-0 í úrslitaleik.

Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli fyrir stundu.

Leikirnir í undanúrslitum kvenna fara fram föstudagskvöldið 22. júlí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×