Íslenski boltinn

Ísland mætir Þýskalandi í bronsleiknum - vítakeppni í hinum leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska 17 ára liðið.
Íslenska 17 ára liðið. Mynd/Íris Björk Eysteinsdóttir
Íslensku stelpurnar í 17 ára landsliðinu mæta Þýskalandi í leiknum um þriðja sætið á Evrópumótinu í Nyon í Sviss eftir að þýska liðið tapaði í vítakeppni á móti Frakklandi í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn fer fram á sunnudaginn. Spánn og Frakkland spila til úrslita um Evrópumeistaratitilinn.

Þýskaland og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli í venjulegum leiktíma þar sem bæði lið komust yfir í leiknum. Þjóðverjar komust í 1-0 eftir átta mínútna leik en frönsku stelpurnar tóku forystuna með tveimur mörkum með ellefu mínútna millibili í seinni hálfleik. Þær þýsku skoruðu hinsvegar jöfnunarmarkið átta mínútum síðar og tryggðu sér vítakeppni.

Bæði lið klikkuðu á einni vítaspyrnu og vítakeppnin fór því í bráðabana. Markvörður Þjóðverja varði sjöundu spyrnu Frakka en Þjóðverjar skutu framhjá þegar þær áttu mögulega á því að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum. Frakkar skoruðu úr áttundu spyrnu sinni en þýsku stelpurnar skutu aftur framhjá úr áttundu spyrnu sinni og frönsku stelpurnar fögnuðu sæti í úrslitaleiknum

Ísland tapaði 0-4 á móti Spáni í sínum undanúrslitaleik fyrr í dag en liðið var þar langt frá sínu besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×