Íslenski boltinn

Leiknismenn á siglingu undir stjórn Zorans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zoran Miljkovic, þjálfari Leiknis.
Zoran Miljkovic, þjálfari Leiknis. Mynd/Arnþór
Leiknismenn unnu sinn þriðja leik í röð í 1. deild karla í kvöld þegar þeir unnu 5-1 sigur á Þrótturum sem voru fyrir leikinn sex sætum ofar en þeir í töflunni. Haukar sóttu að Selfossi í baráttunni um annað sætið þökk sé sigurmarki Hilmars Rafns Emilssonar á móti ÍR.

Zoran Miljkovic er greinilega að gera flotta hluti með Breiðholtsliðið,  liðið fékk aðeins fjógur stig í fyrstu tíu leikjum sínum í sumar en hefur þegar fengið níu stig og bætt markatölu sína um sjö mörk í fjórum leikjum sínum undir stjórn Zorans.

Sigurinn dugaði þó ekki fyrir Leiknismenn til að komast upp úr fallsæti en þeir eru nú einu stigi á eftir KA-mönnum sem sitja í síðasta örugga sætinu.

Tveir aðrir leikir fóru einnig fram í kvöld þar sem Haukar unnu heimasigur á ÍR og Fjölnismenn tryggðu sér jafntefli við BÍ/Bolungarvík með jöfnunarmarki í uppbótartíma. Hilmar Rafn Emilsson tryggði Haukum 3-2 sigur á ÍR sem minnkuðu með því forskot Selfoss í 2. sætinu niður í fjögur stig.



Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í kvöld:

Leiknir R.-Þróttur R. 5-1

1-0 Fannar Þór Arnarsson (22.), 2-0  Kristján Páll Jónsson (56.), 3-0 Þórir Guðjónsson (57.), 3-1 Dusan Ivkovic (76.), 4-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson (88.) 5-1 Þórir Guðjónsson (90.)

Haukar-ÍR 3-2

1-0 Úlfar Hrafn Pálsson (12.), 1-1 Jón Gísli Ström (31.), 2-1 Alieu Jagne (53.), 2-2 Haukur Ólafsson, víti (60.), 3-2 Hilmar Rafn Emilsson (66.)

Fjölnir-BÍ/Bolungarvík 1-1

0-1 Nicholas Deverdics (81.), 1-1 Marinó Þór Jakobsson (90.)

Upplýsingar um markaskorara eru fangnar af vefsíðunni fótbolti.net.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×