Íslenski boltinn

Baldur: Líður vel í hreina loftinu út á landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson. Mynd/Daníel
Baldur Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir KR í kvöld þegar KR-liðið vann 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í undanúrslitum Valitorsbikarsins á Ísafirði í kvöld. KR mætir Þór í bikarúrslitaleiknum sem fram fer 13. ágúst.  

„Það er frábær tilfinning að koma hingað út á land. Mér líður gríðarlega vel í þessu andrúmslofti og í þessu hreina loftinu á Vestfjörðum. Ég var að koma hérna í fyrsta sinn, við vorum að spila fyrir framan frábæra áhorfendur og móti virkilega góðu liði þannig að ég er ótrúlega sáttur," sagði Baldur Sigurðsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leiknum.

„Þetta byrjaði vel þótt við næðum ekki að nýta færin. Við náðum samt að opna þá ágætlega og koma með okkar leik inn. Þeir náðu síðan að draga okkur niður á sitt plan sem þeir vildu. Svo skorum við og þá var þetta eiginlega búið því þeir voru orðnir þreyttir," sagði Baldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×