Íslenski boltinn

Stelpurnar spila um bronsið við Þjóðverja klukkan tólf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið Íslands í undanúrslitaleiknum á móti Spáni.
Byrjunarlið Íslands í undanúrslitaleiknum á móti Spáni. Mynd/Íris Björk Eysteinsdóttir
Íslenska 17 ára landslið kvenna verður í eldlínunni klukkan 12.00 þegar liðið mætir Þýskalandi í leik um þriðja sætið í úrslitakeppni Evrópumótsins en leikið er í Nyon í Sviss.

Það er hægt að fylgjst með beinni textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA með því að smella hér.

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í þessum leik og hann gerir fjórar breytingar á liðinu sem tapaði 0-4 í undanúrslitaleiknum við Spán.

Þjóðverjar, sem margir töldu sigurstranglegasta liðið fyrir keppnina, biðu lægri hlut gegn Frökkum í undanúrslitum eftir dramatíska vítaspyrnukeppni. Það bíður því erfitt verkefni hjá íslensku stelpunum sem eru óþreyjufullar að fá að leika aftur eftir slaka frammistöðu sína gegn Spánverjum.

Byrjunarlið Íslands í leiknum:

Markvörður: Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir*

Hægri bakvörður: Guðrún Arnardóttir

Vinstri bakvörður: Svava Tara Ólafsdóttir*

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Írunn Þorbjörg Aradóttir

Tengiliðir: Hildur Antonsdóttir, Lára Kristín Pedersen og Sandra María Jessen*

Hægri kantur: Telma Þrastardóttir

Vinstri kantur: Eva Núra Abrahamsdóttir*

Framherji: Guðmunda Brynja Óladóttir

* Voru ekki í byrjunarliðinu á móti Spáni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×