Íslenski boltinn

Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Reynir hefur spilað 3 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Guðmundur Reynir hefur spilað 3 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson.

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður úr FH er ekki valinn að þessu sinni. Sömu sögu er að segja um varnarmennina Grétar Rafn Steinsson og Ragnar Sigurðsson en hvorugur gaf kost á sér í landsleik Íslands gegn Danmörku í undankeppni EM 2012 í júní.

Vinstri bakvörðurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson er kominn aftur inn í hópinn en hann hefur farið á kostum með KR-ingum í sumar.

Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Ingi Skúlason fengu sína aðra áminningu í leiknum gegn Danmörku. Þeir verða því í leikbanni í leiknum gegn Norðmönnum 2. september og eru ekki í hópnum.

Leikurinn fer fram á Ferenc Puskas vellinum í Búdapest og hefst leikurinn kl. 17:45 að íslenskum tíma.

Markverðir

Hannes Þór Halldórsson (KR)

Haraldur Björnsson (Valur)

Stefán Logi Magnússon (Lilleström)

Varnarmenn

Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)

Birkir Már Sævarsson (Brann)

Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)

Hermann Hreiðarsson (Portsmouth)

Indriði Sigurðsson (Viking)

Jón Guðni Fjóluson (GBA)

Sölvi Geir Ottesen (FCK)

Miðjumenn

Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)

Birkir Bjarnason (Viking)

Eggert Gunnþór Jónsson (Hearts)

Gylfi Þór Sigurðsson (Hoffenheim)

Jóhann Berg Guðmundsson (AZ Alkmaar)

Rúrik Gíslason (OB)

Sóknarmenn

Alfreð finnbogason (Lokeren)

Eiður Smári Guðjohnsen (AEK)

Heiðar Helguson (QPR)

Kolbeinn Sigþórsson (Ajax)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×