Körfubolti

Njarðvíkingar styrkja sig í fallbaráttunni

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Bandaríski leikmaðurinn Christopher Smith verður áfram í liði Njarðvíkur.
Bandaríski leikmaðurinn Christopher Smith verður áfram í liði Njarðvíkur. umfn.is

Njarðvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn sem bætast í leikmannahóp úrvalsdeildarliðsins fyrir lokasprettinn í Iceland Express deildinni. Njarðvík er í næst neðsta sæti deildarinnar og í viðtali við Karfan.is segir Einar Árni Jóhannsson annar þjálfari liðsins að markmiðið sé að fara upp úr þeirri holu sem félagið sé í.

Leikmennirnir sem búið er að semja við eru Jonathan Moore og Nenad Tomasevic. Sá fyrrnefndi er tveggja metra hár framherji en hann er með tvöfalt ríkisfang, þýskt og bandarískt. Tomasevic er 1.93 m. hár bakvörður og kemur frá Serbíu.

Bandaríski leikmaðurinn Christopher Smith verður áfram í liði Njarðvíkur en Guðmundur Jónsson er meiddur á ökkla og óvíst hvenær hann verður klár í slaginn með Njarðvík á ný.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×