Íslenski boltinn

Valsmenn mæta KR í úrslitaleiknum - unnu Fylki í vítakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haraldur Björnsson.
Haraldur Björnsson. Mynd/Daníel
Haraldur Björnsson, markvörður Vals, varði þrjár vítaspyrnur Fylkismanna í vítkeppni í undanúrslitaleik liðanna í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í Egilshöllinni í kvöld. Það var síðan Halldór Kristinn Halldórsson sem tryggði Val sæti í úrslitaleiknum með því að skora úr síðustu spyrnu Valsliðsins. Leiknum sjálfum lauk með 1-1 jafntefli en það var ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni.

Vítakeppnin fór alla leið í bráðabana því Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis og Haraldur Björnsson, markvörður Vals, vörðu báðir tvær vítaspyrnur. Haraldur varði síðan fyrstu spyrnu Fylkismanna í bráðabana frá Baldri Bett og Halldór kristinn Halldórsson steig síðan fram og skaut Valsmönnum inn í úrslit.

Þetta er annað árið í röð sem Fylkismenn tapa í vítakeppni í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins en Valsmenn voru að sama skapi að koamst í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fyrsta sinn í sex ár.

Arnar Sveinn Geirsson kom Valsmönnum í 1-0 á 15. mínútu þegar hann slapp óvænt í gegnum Fylkisvörnina og Valsmenn voru betri í fyrri hálfleiknum.

Fylkismenn bættu leik sinn mikið í seinni hálfleiknum og varamaðurinn Jóhann Þórhallsson jafnaði leikinn og þrátt fyrir góð færi þá tókst liðunum ekki að bæta við mörkum og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni.

Valur mætir KR í úrslitaleiknum sem fer fram laugardaginn 6. mars en KR vann 5-3 sigur á Fram í vítakeppni fyrr í kvöld.

- Vítakeppnin -

Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 1-0

Sigurbjörn Hreiðarsson, Val varið (Fjalar Þorgeirsson)

Tómas Þorsteinsson, Fylki varið (Haraldur Björnsson)

Arnar Sveinn Geirsson, Val varið (Fjalar Þorgeirsson)

Valur Fannar Gíslason, Fylki 2-0

Rúnar Már Sigurjónsson, Val 2-1

Albert Brynjar Ingason, Fylki varið (Haraldur Björnsson)

Jón Vilhelm Ákason, Val 2-2

Jóhann Þórhallsson, Fylki 3-2

Guðjón Pétur Lýðsson, Val 3-3

[Bráðabani]

Baldur Bett, Fylki varið (Haraldur Björnsson)

Halldór Kristinn Halldórsson, Val 4-3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×