Íslenski boltinn

Stóra boltamálinu lokið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Íslenskur Toppfótbolti
Spilað verður með opinberan keppnisbolta Álfukeppninnar frá Adidas í Pepsi-deild karla í sumar. Töluverð umræða hefur verið undanfarnar vikur vegna ódýrari gerðar Adidas-bolta sem stóð til að nota.

,Eins og staðan er núna þá verður spilað með A-boltanum í leikjunum," sagði Gísli Eyland framkvæmdastjóri hjá Íslenskum Toppfótbolta við Fótbolta.net í dag.

Íslenskur Toppfótbolti, samtök félaganna í efstu deild karla, ákváðu á fundi sínum á dögunum að nota lakara útgáfu af boltanum. Skipti þar mestu að töluvert munaði í kostnaði á opinbera boltanum og ódýrari gerðinni.

Gísli segir að almenn afstaða forráðamanna félaganna hafi breyst í kjölfarið á umræðu undanfarinna vikna.

„Til að koma til móts við gagnrýni þá hefur verið ákveðið að bæta við boltum og spila með A-boltanum," segir Gísli. ÍA og ÍBV höfðu þegar tilkynnt að liðin myndu spila með aðalboltanum í heimaleikjum liðsins.

Félögin munu því spila með aðalboltanum í leikjum en munu áfram hafa hina gerðina til æfinga. Boltinn uppfyllir alla alþjóðlega staðla en vakti þó ekki lukku meðal leikmanna í efstu deild.


Tengdar fréttir

Passa betur upp á boltann

Lars Lagerbäck lagði í gær línurnar fyrir landsleikinn gegn Slóveníu í næstu viku, er hann tilkynnti val sitt á landsliðinu. "Ég hef alltaf stefnt á sigur og geri það í þessum leik líka,“ sagði landsliðsþjálfarinn í gær.

Málið er viðkvæmt

Samtök félaga í efstu deild karla í knattspyrnu, Íslenskur Toppfótbolti, er að skoða stóra boltamálið eftir að fjöldi leikmanna í Pepsi-deild karla fór að kvarta yfir boltanum sem spila á með í sumar. Leikmenn segja boltann vera lélegan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×