Körfubolti

Celtics og Rockets bíta frá sér

Úr leik New York og Boston í nótt.
Úr leik New York og Boston í nótt.
Boston Celtics og Houston Rockets neita að gefast upp í rimmum sínum gegn NY Knicks og Oklahoma Thunder í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Bæði lið hafa forðast sópinn og unnið tvo leiki í röð. Indiana er svo einum sigri frá næstu umferð rétt eins og Knicks og Thunder.

Fimm leikmenn Boston skoruðu yfir tíu stig í nótt og það skilaði liðinu sigri í New York. Kevin Garnett skoraði 16 stig og tók 18 fráköst. Carmelo Anthony skoraði 22 stig fyrir Knicks en meiddist síðar í leiknum. Hann ku þó vera í lagi.

James Harden fór illa með sína gömlu félaga í Oklahoma í nótt og setti niður 7 þriggja stiga skot í 9 tilraunum. Hann endaði með 31 stig og 8 fráköst þrátt fyrir að hafa verið veikur um morguninn.

Ekkert lið hefur komist áfram eftir að hafa lent 3-0 undir en Houston og Celtics stefna bæði að því að skrá sig í sögubækurnar.

Úrslit (staðan í einvíginu):

NY Knicks-Boston  86-92  (3-2)

Indiana-Atlanta  106-83  (3-2)

Oklahoma-Houston  100-107  (3-2)



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×