Körfubolti

Miami valtaði yfir Indiana

Dwyane Wade keyrir hér að körfunni í nótt.
Dwyane Wade keyrir hér að körfunni í nótt.

Meistarar Miami Heat svöruðu heldur betur fyrir sig í nótt í rimmu sinni gegn Indiana í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar.

Miami valtaði þá yfir Indiana, 114-96, á heimavelli Indiana og tók þar með 2-1 forskot í einvíginu. Indiana stal einum leik í Miami og var nálægt því að taka báða en liðið átti ekki möguleika gegn Miami í nótt.

Aukaleikarar Miami skiluðu sínu en þeir Udonis Haslem (17 stig), Mario Chalmers (14) og Chris Andersen (9) voru samtals með 40 stig og hittu úr 16 af 19 skotum sínum.

LeBron James skoraði 22 stig fyrir Miami sem skoraði hvorki fleiri né færri en 70 stig í fyrri hálfleik.

David West atkvæðamestur hjá Indiana með 21 stig og 10 fráköst. Roy Hibbert skoraði 20 stig og tók 17 fráköst.

Fjórði leikur liðanna fer fram í Indiana aðra nótt.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×