Körfubolti

Kobe allur að koma til | Lillard aftur hetjan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kobe Bryant og Pau Gasol.
Kobe Bryant og Pau Gasol. Nordicphotos/Getty
Kobe Bryant skoraði 21 stig í sjötta leik sínum eftir endurkomuna þegar Los Angeles Lakers lagði Memphis Grizzlies 96-92. Kevin Durant skoraði 30 stig í sigri Oklahoma City Thunder.

Kobe jafnaði sitt hæsta stigarskor í sigri Lakers. Sigurinn var þeirra annar í sex leikjum síðan þeirra skærasta stjarna sneri aftur. Paul Gasol setti 21 stig og tók níu fráköst.

Oklahoma City Thunder vann sinn sjöunda leik í röð í 105-93 sigri á Denver Nuggets. Kevin Durant og félagar eru hálfum leik frá toppliði Portland Trail Blazers í vesturdeildinni.

Damian Lillard og félagar í Portland unnu þriggja stiga sigur á Cleveland Cavaliers 119-116. Nýliði ársins frá því í fyrra skoraði þriggja stiga körfu 0,4 sekúndum fyrir leikslok og tryggði Portland sigurinn.

Lillard skoraði 36 stig í leiknum en þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem hann kemur liði sínu til bjargar á ögurstundi. Kyrie Irving, nýliði ársins 2011, skoraði 25 stig og átti tíu stoðsendingar.

Þá vann Charlotte Bobcats loks leik eftir þrjá tapleiki í röð. Bobcats vann Sacramento Kings 95-87. Golden State Warriors vann 104-93 sigur á New Orleans Pelicans.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×