Myndin sem breytir markaðssetningu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2013 09:00 Kvikmyndin Anchorman 2: The Legend Continues er frumsýnd hér á landi á föstudag en hún er framhald myndarinnar Anchorman: The Legend of Ron Burgundy sem gerði allt vitlaust þegar hún var frumsýnd sumarið 2004. Will Ferrell leikur fréttahaukinn Ron Burgundy eins og í fyrri myndinni og hefur karakterinn verið mjög áberandi á hinum ýmsu miðlum í aðdraganda frumsýningarinnar. Ron hefur leikið í auglýsingum fyrir bíla hjá Dodge og lesið fréttir á alvöru fréttastofu svo fá dæmi séu tekin. Markaðsgúrúar vestan hafs halda því fram að kynningarherferð fyrir Anchorman 2 muni líklega breyta því hvernig kvikmyndir eru markaðssettar í framtíðinni. Will Ferrell er ekki sammála eins og kemur fram í viðtali við hann í Hollywood Reporter. „Þetta var blanda af því að þeir hjá Paramount voru spenntir fyrir því að gera alls konar nýja hluti á Internetinu og við fengum frábært tækifæri hjá Dodge. Ég var viljugur til að gera ýmislegt í karakter. Ég elska fréttirnar sem segja að þessi herferð breyti því hvernig kvikmyndir eru markaðssettar en ég held að leikarar verði ekki jafn viljugir og ég til að vera í karakter. Ég held að þeim líði ekki vel með það.“ Paramount einbeitti sér líka að markaðssetningu erlendis því þó fyrsta myndin um Ron hafi skilað 85 milljónum dollara, tæplega tíu milljörðum króna, í kassann þá þénaði hún aðeins fimm milljónir dollara, tæplega sex hundruð milljónir króna, utan Bandaríkjanna.Í nýju myndinni er Ron boðið að gerast fréttaþulur á glænýrri sjónvarpsstöð, GNN, sem er jafnframt fyrsta fréttastöðin sem sendir út 24 klukkutíma á sólarhring. Ron ákveður að þekkjast boðið og heldur til New York með veðurfræðingnum einfalda Brick, söguskoðaranum Brian og íþróttafréttamanninum Champ Kid. Eiginkona Ron, Veronica Corningstone, er að sjálfsögðu ekki langt undan. Með aðalhlutverk sem fyrr fara Will Ferrell, Steve Carell, David Koechner, Paul Rudd og Christina Applegate. Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin Anchorman 2: The Legend Continues er frumsýnd hér á landi á föstudag en hún er framhald myndarinnar Anchorman: The Legend of Ron Burgundy sem gerði allt vitlaust þegar hún var frumsýnd sumarið 2004. Will Ferrell leikur fréttahaukinn Ron Burgundy eins og í fyrri myndinni og hefur karakterinn verið mjög áberandi á hinum ýmsu miðlum í aðdraganda frumsýningarinnar. Ron hefur leikið í auglýsingum fyrir bíla hjá Dodge og lesið fréttir á alvöru fréttastofu svo fá dæmi séu tekin. Markaðsgúrúar vestan hafs halda því fram að kynningarherferð fyrir Anchorman 2 muni líklega breyta því hvernig kvikmyndir eru markaðssettar í framtíðinni. Will Ferrell er ekki sammála eins og kemur fram í viðtali við hann í Hollywood Reporter. „Þetta var blanda af því að þeir hjá Paramount voru spenntir fyrir því að gera alls konar nýja hluti á Internetinu og við fengum frábært tækifæri hjá Dodge. Ég var viljugur til að gera ýmislegt í karakter. Ég elska fréttirnar sem segja að þessi herferð breyti því hvernig kvikmyndir eru markaðssettar en ég held að leikarar verði ekki jafn viljugir og ég til að vera í karakter. Ég held að þeim líði ekki vel með það.“ Paramount einbeitti sér líka að markaðssetningu erlendis því þó fyrsta myndin um Ron hafi skilað 85 milljónum dollara, tæplega tíu milljörðum króna, í kassann þá þénaði hún aðeins fimm milljónir dollara, tæplega sex hundruð milljónir króna, utan Bandaríkjanna.Í nýju myndinni er Ron boðið að gerast fréttaþulur á glænýrri sjónvarpsstöð, GNN, sem er jafnframt fyrsta fréttastöðin sem sendir út 24 klukkutíma á sólarhring. Ron ákveður að þekkjast boðið og heldur til New York með veðurfræðingnum einfalda Brick, söguskoðaranum Brian og íþróttafréttamanninum Champ Kid. Eiginkona Ron, Veronica Corningstone, er að sjálfsögðu ekki langt undan. Með aðalhlutverk sem fyrr fara Will Ferrell, Steve Carell, David Koechner, Paul Rudd og Christina Applegate.
Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira