Bíó og sjónvarp

Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Norska kvikmyndin Dead Snow 2: Red vs Dead er á lista Screen Rant yfir þær tuttugu hrollvekjur sem vert er að fylgjast með á árinu. Lendir myndin í tíunda sæti en meðal annarra mynda á listanum eru til dæmis Paranormal Activity: The Marked Ones, The Purge 2 og Poltergeist.

Dead Snow 2 var tekin upp hér á landi síðasta sumar en íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm er meðframleiðandi myndarinnar. Hún var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni vestan hafs fyrir stuttu.

Myndin er framhald Dead Snow frá árinu 2009 sem sló rækilega í gegn og hefur verið seld til 73 landa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×