Íslenski boltinn

Launakostnaður Geirs og Þóris 28,2 milljónir

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri sambandsins, fengu samtals 28,2 milljónir króna í laun á síðasta ári samkvæmt ársreikningi KSÍ sem birtur var í dag.

Launakostnaður starfsmanna á skrifstofu sambandsins nam tæpum 94,5 milljónum króna en ofan á það bættust 21,3 milljónir í launatengd gjöld.

Í tekjublaði DV á síðasta ári kom fram að Geir sé með 1.294 þúsund krónur í laun á mánuði og Þórir 927 þúsund krónur en það jafngildir 26,6 milljónum.

Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag var 28 milljóna króna tap á rekstri sambandsins á síðasta ári en kostnaður vegna aukinna landsliðsverkefna fór langt fram úr áætlun sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×