Íslenski boltinn

Víðir skaut ÍBV í þriðja sætið í uppbótartíma

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Aron Sigurbjörnsson er fyrirliði ÍBV.
Eiður Aron Sigurbjörnsson er fyrirliði ÍBV. Vísir/Daníel
ÍBV gerði góða ferð upp á land í kvöld og vann Selfoss, 1-0, í Suðurlandsslag í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta en leikið var á heimavelli Selfyssinga.

Eina mark leiksins skoraði framherjinn VíðirÞorvarðarson úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma og sigldu Eyjamenn því með þrjú stig heim.

Sigurinn lyftir ÍBV upp í þriðja sæti riðilsins með 10 stig en Stjarnan og Víkingur eru þar fyrir ofan með 11 stig. Þau eiga aftur á móti leik til góða á ÍBV.

Selfyssingar eru í 7. og næstneðsta sæti með sex stig eftir tapið í kvöld og hafa einnig leikið einum leik meira en öll liðin nema ÍBV.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×