Bíó og sjónvarp

Ridley Scott skýtur Halo-mynd á Íslandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Tökur á nýrri bíómynd sem byggð er á vinsæla tölvuleiknum Halo hefjast í næstu viku á Íslandi og á Írlandi. Myndin kemur úr smiðju leikstjórans Ridley Scott og framleiðslufyrirtækis hans, Scott Free Productions. Þetta kom fram á blaðamannafundi Microsoft í dag.

Kostnaður við myndina verður talsverður en fram kom á fundinum í dag að framleiðslukostnaður yrði meira en tíu milljónir dollara, rúmur milljarður króna.

Myndin lítur dagsins ljós seinna á þessu ári en vefsíðan Gigaom hefur heimildir fyrir því að hún verði frumsýnd í október. 

Þá er leikstjórinn Steven Spielberg einnig með þáttaröð byggða á Halo í bígerð og verða þessi tvö verkefni tengd að einhverju leiti.

Seríunni Halo 4: Forward Unto Dawn, sem var frumsýnd árið 2012, var dreift á vefsíðunni YouTube og hefur verið skoðuð meira en fimmtíu milljón sinnum. Ekki er ljóst hvernig mynd Ridley Scott verður dreift að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×