Íslenski boltinn

Hinn tvíburinn hetja Valsmanna í Garðinum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Valur komst áfram þökk sé Indriða Áka.
Valur komst áfram þökk sé Indriða Áka. Vísir/Daníel
Indriði Áki Þorláksson, leikmaður Vals, fylgdi fordæmi tvíburabróður síns og var hetja sinna manna í kvöld þegar hann skoraði eina mark Valsmanna í 1-0 sigri á 3. deildar liðinu Víði í Garði.

Indriði skoraði markið á 80. mínútu leiksins en strákarnir úr Garðinum létu lærisveina Magnúsar Gylfasonar hafa fyrir hlutunum í kvöld.

Fyrr í dag skoraði tvíburabróðir Indriða Áka, Alexander Már Þorláksson, sigurmark Fram þegar liðið lagði KA, 1-0, í Borgunarbikarnum.

Fylkismenn lentu einnig í smá basli á heimavelli með 2. deildar lið Njarðvíkur í kvöld en gestirnir komust yfir á 13. mínútu, 1-0, með marki Jóns Tómasar Rúnarssonar.

Það var ekki fyrr en á 62. mínútu sem heimamönnum tókst að jafna en það gerði Ragnar Bragi Sveinsson. Elís Rafn Björnsson og Magnús Otti Benediktsson skoruðu svo sitthvort markið og skutu Fylki áfram í 16 liða úrslitin.

Hamar er einnig komið áfram en það vann KF, 3-2, á Grýluvelli í Hveragerði í kvöld. Gaman fyrir lærisveina Ingólfs Þórarinssonar, veðurguðs, að vera með drættinum á föstudaginn.

Markaskorarar fengnir frá úrslit.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×