Fótbolti

Enn tapar Grindavík | Markaveisla á Akureyri

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jóhann lék einu sinni með Grindavík. Nú skoraði hann fyrir KA
Jóhann lék einu sinni með Grindavík. Nú skoraði hann fyrir KA vísir/vilhelm
Grindavík tapaði fjórða leik sínum af sex í 1. deild karla í fótbolta í dag þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Haukum að Ásvöllum.

Aron Jóhannsson tryggði Haukum sigurinn á Ásvöllum með marki sex mínútum fyrir hálfleik. Haukar komust upp í 6. sæti með 11 stig með sigrinum.

Þróttur lyfti sér upp í annað sæti deildarinnar með 1-0 sigri á HK. Karl Brynjar Björnsson skoraði sigurmarkið á 68. mínútu. Þróttur er með 13 stig, tveimur meira en HK sem er í fimmta sæti.

KA heldur áfram að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun á mótinu. KA lagði KV 5-3 á Akureyri. Stefán Þór Pálsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson komu KA í 2-0 áður en Magnús Bernhard Gíslason minnkaði muninn tveimur mínútum fyrir hálfleik.

Jóhann Helgason jók forystunna í 3-1 fyrir hálfleik og á sjöttu mínútu seinni hálfleiks skoraði Ævar Ingi Jóhannesson fjórða mark KA. Kristófer Eggertsson minnkaði muninn í 4-2 stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Á 90. mínútu minnkaði Tómas Agnarsson muninn í eitt mark en í uppbótartíma gerði Ævar Ingi endanlega út um leikinn.

Björgvin Stefánsson tryggði BÍ/Bolungarvík mikilvægan sigur á Selfossi með marki á 61. mínútu. BÍ/Bolungarvík lyfti sér upp í 10. sæti með sigrinum á kostnað Grindavíkur sem er nú í fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×