Innlent

„Hækkanirnar munu koma en lækkanirnar eru fugl í skógi“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Árni Páll tókst á við Bjarna á þinginu í dag.
Árni Páll tókst á við Bjarna á þinginu í dag. Vísir / Daníel
„Ég hef ekki keypt ísskáp frá því 2001, þannig að hann má lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem ég hef keypt á því tímabili“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, á þingi í dag í umræðum um virðisaukaskatt. Þar gagnrýndi hann samanburð á hækkun skatts á matvæli og lækkun virðisaukaskatts og vörugjalda á ýmis tæki eins og ískápa og þvottavélar.



Ekki hægt að fresta matarkaupum

Árni Páll sagði í ræðu sinni að enginn kæmist upp með að fresta matarkaupum„Maður sem stendur með annan fót í eldi og hinn í ís, hann hefur það ekki að meðaltali gott. Lágtekjufólk þarf alla daga að kaupa mat en það getur frestað ýmsum útgjöldum af þessum toga,“ sagði hann.



Í fjárlagafrumvarpinu eru slegnir fyrirvarar um raunveruleg verðáhrif tillagnanna í fjárlagafrumvarpinu. „Þann fyrirvara þarf að hafa á matinu að hér er miðað við að áhrifin skili sér að fullu í breyttu smásöluverði,“ segir í frumvarpinu. Árni Páll er efins um að það gangi eftir. „Hækkanirnar munu koma en lækkanirnar eru fugl í skógi,“ sagði Árni Páll.



Vísir / Ernir
Segir lækkanir staðfestar

Bjarni hafnaði þessu og sagði að könnun Hagstofunnar hafi leitt í ljós að lækkanir á virðisaukaskatti hafi skilað sér til neytenda. Það hafi svo aftur verið staðfest í umfjöllun Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst.



Bjarni bennti á að tekjulá gir noti að jafnaði hærra hlutfall ráðstöfunartekna í neyslu en aðrir tekjuhópar. „Það gildir ekki bara um matvöruna, sem menn vilja einblína á í þessari umræðu, sem er að hækka vissulega. Það gildir líka um alla hina neysluna, sem er í öðrum flokkum sem eru að lækka. Þess vegna njóta tekjulágir umfram aðra lækkana á öðru því sem lækkar í þessu frumvarpi. Þeir njóta hlutfallslega meiri ávinnings af lækkunum í frumvarpinu en aðrir tekjuhópar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×