„Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Árni Sæberg skrifar 11. nóvember 2024 12:20 Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, sem hringdu í þá feðga Jón og Gunnar, segjast enga aðkomu hafa haft að gerð leynilegra upptaka. Vísir Ritstjóri Heimildarinnar hefur vísað þungum ásökunum Jóns Gunnarssonar alfarið á bug. Hann sagði blaðamenn Heimildarinnar hafa staðið að því að tálbeita veiddi upplýsingar um hvalveiðar upp úr syni hans. Jón bar ásakanir sínar á borð á Facebook og í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þessa. Blaðamennirnir hefðu brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs hans með því að koma því til leiðar að gerðar væru leynilegar upptökur af samtali hans við tálbeituna. „Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka sem erlendur aðili hefur gert af samtölum sínum við son Jóns, sem er jafnframt viðskiptafélagi Jóns og fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna.“ Hafi sinnt hefðbundnu hlutverki sínu Í yfirlýsingu Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, segir að upptökur af samtölum sonar Jóns og tálbeitunnar hafi farið í dreifingu. Heimildin hafi um helgina haft samband við þá aðila sem efni samtalanna varpa grunsemdum á. Tilgangurinn sé að varpa ljósi á atburðarásina og að gefa málsaðilum færi á að skýra mál sitt, en það sé hefðbundið hlutverk fréttamiðla, ólíkt því að birta einhliða ásakanir eða ávirðingar, eins og þær sem Jón Gunnarsson hafi fært fram gegn Heimildinni og nafngreindum blaðamönnum. „Heimildin kom að engu leyti að gerð upptakanna. Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar, enda liggur fyrir að Jón hefur engar upplýsingar um aðkomu Heimildarinnar að málinu aðrar en spurningar blaðamanna um yfirlýsingar á upptökunni. Þvert á móti var tilurð fyrirspurnarinnar útskýrð í samtölum við son hans og viðskiptafélaga síðastliðinn föstudag.“ Engin tengsl við stjórnmálaflokka Loks segir að Jón hafi gefi í skyn að fyrirspurnir Heimildarinnar um yfirlýsingar sonar hans og viðskiptafélaga tengdust stjórnmálaflokknum Samfylkingunni. Jón benti í færslu sinni á Facebook á að tveir frambjóðenda Samfylkingarinnar hafi verið blaðamenn á Heimildinni eða forverum hennar, Stundinni og Kjarnanum. Það eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Þórður Snær Júlíusson. Í yfirlýsingunni segir að Heimildin sé óháð hagsmuna- og stjórnmálaöflum. Hún sé í dreifðu eignarhaldi, meðal annars starfsmanna, og rekin með sjálfbærum hætti í krafti ákvarðana einstaklinga um að gerast áskrifendur. Nánar verði fjallað um atburðarásina í Heimildinni. Fjölmiðlar Alþingi Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Jón bar ásakanir sínar á borð á Facebook og í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þessa. Blaðamennirnir hefðu brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs hans með því að koma því til leiðar að gerðar væru leynilegar upptökur af samtali hans við tálbeituna. „Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka sem erlendur aðili hefur gert af samtölum sínum við son Jóns, sem er jafnframt viðskiptafélagi Jóns og fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna.“ Hafi sinnt hefðbundnu hlutverki sínu Í yfirlýsingu Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, segir að upptökur af samtölum sonar Jóns og tálbeitunnar hafi farið í dreifingu. Heimildin hafi um helgina haft samband við þá aðila sem efni samtalanna varpa grunsemdum á. Tilgangurinn sé að varpa ljósi á atburðarásina og að gefa málsaðilum færi á að skýra mál sitt, en það sé hefðbundið hlutverk fréttamiðla, ólíkt því að birta einhliða ásakanir eða ávirðingar, eins og þær sem Jón Gunnarsson hafi fært fram gegn Heimildinni og nafngreindum blaðamönnum. „Heimildin kom að engu leyti að gerð upptakanna. Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar, enda liggur fyrir að Jón hefur engar upplýsingar um aðkomu Heimildarinnar að málinu aðrar en spurningar blaðamanna um yfirlýsingar á upptökunni. Þvert á móti var tilurð fyrirspurnarinnar útskýrð í samtölum við son hans og viðskiptafélaga síðastliðinn föstudag.“ Engin tengsl við stjórnmálaflokka Loks segir að Jón hafi gefi í skyn að fyrirspurnir Heimildarinnar um yfirlýsingar sonar hans og viðskiptafélaga tengdust stjórnmálaflokknum Samfylkingunni. Jón benti í færslu sinni á Facebook á að tveir frambjóðenda Samfylkingarinnar hafi verið blaðamenn á Heimildinni eða forverum hennar, Stundinni og Kjarnanum. Það eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Þórður Snær Júlíusson. Í yfirlýsingunni segir að Heimildin sé óháð hagsmuna- og stjórnmálaöflum. Hún sé í dreifðu eignarhaldi, meðal annars starfsmanna, og rekin með sjálfbærum hætti í krafti ákvarðana einstaklinga um að gerast áskrifendur. Nánar verði fjallað um atburðarásina í Heimildinni.
Fjölmiðlar Alþingi Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira