Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Hvað varð um að gera meira, hraðar?“

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir fleira verða að koma til en aðhald í ríkisrekstri svo Seðlabankinn taki að lækka vexti á nýjan leik. Forgangsmál ríkisstjórnarinnar væri að draga úr víðtækri útbreiðslu vertryggingar hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­sjóður snuðaður um stórar fjár­hæðir

Ég hef ítrekað vakið athygli á því að mikill munur er á verði uppsjávarfisks sem veiddur er úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum er landað í Færeyjum eða til vinnslufyrirtækja í eigu útgerða hér á landi. Síðast vakti ég athygli á þessu í ræðu á Alþingi í gær.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­á­nægja með stjórnar­and­stöðu í hæstu hæðum

Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst á milli fjórðunga og hefur ekki verið meiri í á fimmta ár. Á sama tíma eykst óánægjan nokkuð og þar með fækkar í hópi þeirra sem höfðu ekki skoðun á ríkisstjórninni. Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar er í hæstu hæðum.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ís­lenskir neyt­endur sama rétt og evrópskir?

Innan tveggja vikna mun Hæstiréttur Íslands kveða upp dóm sinn í svokölluðu vaxtamáli Neytendasamtakanna og VR, gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort skilmálar fasteignalána um breytilega vexti séu löglegir eða brjóti gegn réttindum neytenda.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er ekki á borði þing­flokksins“

Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, er brugðið vegna brottvísunar ungbarna í vikunni og segir lögin greinilega ekki nægilega mannúðleg. Kurr er innan herbúða Samfylkingarinnar á Alþingi en Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður segir engan ágreining ríkja við aðra stjórnarflokka um málið.

Innlent
Fréttamynd

Snorri etur kappi við Berg­þór og Ingi­björgu

Þrjú eru um hituna í varaformannskjöri hjá Miðflokknum eftir að Snorri Másson tilkynnti um framboð sitt í dag. Áður höfðu Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, og Bergþór Ólason, sagst ætla að gefa kost á sér.

Innlent
Fréttamynd

Ingi­björg tekur slaginn við Berg­þór

Að minnsta kosti tveir verða í framboði til varaformanns Miðflokksins eftir að Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður flokksins, tilkynnti um framboð sitt í morgun. Þar etur hún kappi við Bergþór Ólason.

Innlent
Fréttamynd

Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið

Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sóknar­flokkurinn mælist aftur inni

Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni á þingi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Miðflokkurinn bætir einnig við sig og Samfylkingin trónir enn sem áður á toppnum þó fylgið hafi örlítið dregist saman á milli kannana.

Innlent
Fréttamynd

Val á þingflokksformanni bíður betri tíma

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði ekki fram tillögu um nýjan þingflokksformann á fundi þingflokksins nú síðdegis. Þingmenn eru á faraldsfæti í kjördæmaviku og ákveðið var að bíða með val á þingflokksformanni þar til „menn geta hist“.

Innlent
Fréttamynd

Hættur heimsins virða engin landa­mæri

Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað.

Skoðun
Fréttamynd

„Þau eru að herja á börnin okkar“

Þingmaður kallar eftir breytingum á lögum um veðmál á erlendum vefsíðum. Óbreytt ástand verði til þess að fleiri lendi í vandræðum með spilafíkn og að ungir karlmenn séu í mestri hættu.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­endur sem mega ekki stjórna

Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á fót fjórar til sex svæðisskrifstofur sem taki yfir rekstur og stjórnsýslu framhaldsskóla. Markmiðin eru göfug og verðskulda athygli. Þau snerta m.a. sjónarmið um jafnt aðgengi, betri þjónustu og aukinn faglegan stuðning.

Skoðun