Vilja lækka laun handhafa forsetavalds verulega Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. september 2014 14:46 Þeir Einar K., Sigmundur Davíð og Markús eiga að skipta með sér 198.376 krónum fyrir að taka að sér vald forseta í fjarveru Ólafs Ragnars Grímssonar. Vísir / Samsett mynd Þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja að handhafar forsetavalds skuli samanlagt njóta sem svarar til eins tíunda hluta launa forseta þann tíma sem þeir fara með forsetavald um stundarsakir. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði fram frumvarpið í dag og var því dreift á þingi eftir hádegi en Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Svandís Svavarsdóttir eru meðflutningsmenn. Þetta er þriðja tilraunin til að lækka laun handhafanna. Magnús Orri Schram, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, flutti samskonar frumvarp fyrir hönd efnahags- og skattanefndar á síðasta kjörtímabili og Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, flutti samskonar frumvarp á síðasta ári. Í seinna skiptið átti hinsvegar að fella greiðslurnar niður með öllu. Samkvæmt núgildandi lögum fá handhafar forsetavaldsins jafn há laun og forseti en handhafar valdsins skipta þeim á milli sín þann tíma sem þeir eru við völd hverju sinni. Frumvarpið gerir ráð fyrir allverulegri lækkun á þessum launum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að greiðslurnar hafi numið um tíu milljónum árlega síðastliðin fimm ár á núverandi verðlagi. Stjórnarskráin heimilar ekki að laun til handhafa forsetavaldsins falli alveg niður og því er lagt til að lækka þau. Launakjör forsetans eru ákveðin af kjararáði líkt og laun annarra opinberra starfsmanna. Samkvæmt nýjustu launatöflu ráðsins eru mánaðarlaun forseta 1.983.757. Tíundi hluti af því er 198.376 krónur sem myndi skiptast í þrennt. Þingmennirnir þrír telja þetta geta sparað um milljón á ári. Forsætisráðherra, forseti þingsins og forseti Hæstaréttar fara með forsetavald í fjarveru forseta Íslands. Í dag eru það Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Einar K. Guðfinnsson og Markús Sigurbjörnsson. Alþingi Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Sjá meira
Þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar vilja að handhafar forsetavalds skuli samanlagt njóta sem svarar til eins tíunda hluta launa forseta þann tíma sem þeir fara með forsetavald um stundarsakir. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði fram frumvarpið í dag og var því dreift á þingi eftir hádegi en Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Svandís Svavarsdóttir eru meðflutningsmenn. Þetta er þriðja tilraunin til að lækka laun handhafanna. Magnús Orri Schram, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, flutti samskonar frumvarp fyrir hönd efnahags- og skattanefndar á síðasta kjörtímabili og Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, flutti samskonar frumvarp á síðasta ári. Í seinna skiptið átti hinsvegar að fella greiðslurnar niður með öllu. Samkvæmt núgildandi lögum fá handhafar forsetavaldsins jafn há laun og forseti en handhafar valdsins skipta þeim á milli sín þann tíma sem þeir eru við völd hverju sinni. Frumvarpið gerir ráð fyrir allverulegri lækkun á þessum launum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að greiðslurnar hafi numið um tíu milljónum árlega síðastliðin fimm ár á núverandi verðlagi. Stjórnarskráin heimilar ekki að laun til handhafa forsetavaldsins falli alveg niður og því er lagt til að lækka þau. Launakjör forsetans eru ákveðin af kjararáði líkt og laun annarra opinberra starfsmanna. Samkvæmt nýjustu launatöflu ráðsins eru mánaðarlaun forseta 1.983.757. Tíundi hluti af því er 198.376 krónur sem myndi skiptast í þrennt. Þingmennirnir þrír telja þetta geta sparað um milljón á ári. Forsætisráðherra, forseti þingsins og forseti Hæstaréttar fara með forsetavald í fjarveru forseta Íslands. Í dag eru það Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Einar K. Guðfinnsson og Markús Sigurbjörnsson.
Alþingi Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Sjá meira